Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugeldi kastað inn um opinn glugga íbúðarhúsnæðis
Miðvikudagur 22. janúar 2020 kl. 09:17

Flugeldi kastað inn um opinn glugga íbúðarhúsnæðis

Flugeldi var kastað inn um opinn glugga íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum um helgina, þar sem hann sprakk. Minni háttar skemmdir urðu af þessu athæfi. Lögreglan á Suðurnesjum hafði upp á þeim sem þarna voru að verki og reyndust það vera nokkur ungmenni.

Þá var tilkynnt um skothvelli við Garðskagavita. Í því tilviki reyndist vera um flugeldaskot að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla bendir á að öll meðferð flugelda er óheimil nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar að báðum dögum meðtöldum. Er þeim tilmælum beint til fólks að virða þær reglur.