Flugeldavertíðin hafin
Sala flugelda fyrir áramótin hófst í dag. Á Suðurnesjum eru björgunarsveitirnar stærsti söluaðili flugelda en flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes var í kvöld. Hún er ávallt haldin við sölustað sveitarinnar að Holtsgötu 51.
Áður en flugeldasýningin hófst skemmti hljómsveit gestum og jólasveinar glöddu börnin.
Nánar verður fjallað um flugeldasölu hér á vf.is á morgun og nokkrir sölustaðir flugelda heimsóttir.
VF-myndir: Hilmar Bragi