Flugeldaveislan aldrei meiri í Reykjanesbæ
Ljósanótt í Reykjanesbæ og áramótin virðast eiga það sameiginlegt að veðrið er alltaf eins og best verður á kosið. Frábært flugeldaveður var í kvöld og veislan sem íbúar bæjarins buðu upp á var með því glæsilegasta sem sést hefur í Reykjanesbæ. Í ár var veislan ekki minni en þegar árið 2000 gekk í garð í sambærilegu veðri.Ljósmyndari Víkurfrétta var á ferðinni í kvöld með myndavélina og meðfylgjandi mynd af húsi við Freyjuvelli baðað flugeldaljósum er lýsandi fyrir stemmninguna sem var í Reykjanesbæ á miðnætti.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson