Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugeldasýningu frestað í Grindavík
Þriðjudagur 6. janúar 2015 kl. 10:32

Flugeldasýningu frestað í Grindavík

- þrettándagleði haldin í íþróttahúsinu

Þrettándagleði Grindvíkinga er í dag þriðjudaginn 6. janúar. Að venju munu grindvískir krakkar banka upp á í heimahúsum og fyrirtækjum og sníkja sælgæti og síðan verður skemmtun í íþróttahúsinu síðdegis. Hins vegar verður flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar frestað vegna veðurs þangað til síðar í vikunni.

Dagskrá þrettándagleðinnar í Grindavík hefst með upphitun í íþróttahúsinu kl. 18 en formleg dagskrá hefst kl. 19. Nánari upplýsingar eru á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024