Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugeldasala björgunarsveitarinnar opin til 16
Mánudagur 31. desember 2007 kl. 12:07

Flugeldasala björgunarsveitarinnar opin til 16

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Suðurnesja hefur verið undir væntingum að sögn björgunarsveitarmanna sem Víkurfréttir hittu fyrir á sölustað á Holtsgötu 51. Salan er minni en síðustu ár.

Ástæða þess er veðrið sem hefur ekki beint leikið við landsmenn síðustu daga, og veðurspáin sem er ekki beint kjörin til loftárása. Engu að síður ætti að vera hægt að njóta sín og ekki síst þegar hægt er að styrkja eins gott málefni og Björgunarsveitirnar eru.

Þeir björgunarsveitarmenn stóðu einmitt í ströngu í allan gærdag við að sinna útköllum vegna veðursins. Voru þeir m.a. kallaðir til að bjarga skilti frá samkeppnisaðilanum, en seinni partinn fóru allar sveitir af Suðurnesjum inn á höfuðborgarsvæðið til að hjálpa til við að dæla vatni úr kjallaraíbúðum.

Björgunarsveitin Suðurnes er líka með sölustað við Reykjaneshöll og að Njarðarbraut 3A. Þeir verða með opið til kl. 16 í dag, en þeir hyggjast einnig hafa opið í þrjá daga fyrir þrettándann.

VF-mynd/Þorgils - Frá flugeldasölunni í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024