Flugdólgur með leiðindi í vél Icelandair
Lögreglan á Suðurnesjum sendi menn um borð í flugvél Icelandair eftir að hún lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld til þess að handtaka ölvaðan bandarískan karlmann en hann hafði viðhaft ógnandi framkomu í garð starfsmanna vélarinnar.
Maðurinn handtekinn og handjárnaður af öryggisástæðum og síðan fjarlægður úr flugvélinni. Maðurinn gistir nú fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. Gert er ráð fyrir því að hann verði frjáls ferða sinna að því loknu.