Miðvikudagur 24. febrúar 2016 kl. 08:56
Flugdólgur fékk að sofa úr sér hjá löggunni
- Handtekinn eftir ólæti í flugi
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið flugfarþega sem var að koma með flugi frá Gdansk. Maðurinn var ölvaður í fluginu og hafði áreitt farþega og áhöfn vélarinnar. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann svaf úr sér og var sleppt að lokinni skýrslutöku.