Flugdólgur færður í fangageymslur
Flugvél Lufthansa sem var á leið frá Los Angeles til Munchen millilenti í Keflavík í morgun þar sem flugdólgur var færður frá borði og í fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum.
Skúli Björnsson, yfirvarðstjóri, sagði í viðtali við Víkurfréttir að maðurinn hafi virst allsgáður þegar hann kom um borð í LA en tveimur tímum áður en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli trylltist hann.
Sex farþegar yfirbuguðu manninn og komu honum í bönd, en þar sem maðurinn hótaði öllu illu, bæði gegn sínu lífi og annarra þótti flugstjóra réttara að lenda og koma manninum frá borði.
Hann er nú í fangageymslu þar sem beðið er eftir því að honum renni reiðin og áfengisvíman. Sennilegt er að flugfélagið muni sækja hann til saka fyrir athæfið, en þó nokkur kostnaður fylgir því að lenda óvænt eins og í þessu tilfelli.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Skúli Björnsson, yfirvarðstjóri, sagði í viðtali við Víkurfréttir að maðurinn hafi virst allsgáður þegar hann kom um borð í LA en tveimur tímum áður en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli trylltist hann.
Sex farþegar yfirbuguðu manninn og komu honum í bönd, en þar sem maðurinn hótaði öllu illu, bæði gegn sínu lífi og annarra þótti flugstjóra réttara að lenda og koma manninum frá borði.
Hann er nú í fangageymslu þar sem beðið er eftir því að honum renni reiðin og áfengisvíman. Sennilegt er að flugfélagið muni sækja hann til saka fyrir athæfið, en þó nokkur kostnaður fylgir því að lenda óvænt eins og í þessu tilfelli.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson