Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugdólgur drakk romm af stút
Mánudagur 28. apríl 2014 kl. 13:46

Flugdólgur drakk romm af stút

Var handtekinn á Keflavíkurflugvelli.

Flugvél sem var á leið frá Kúbu til Moskvu varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna drukkins farþega sem áreitti aðra farþega í fluginu. Farþeginn, kona á þrítugsaldri, hafði komið ölvuð um borð í vélina og var því tekin ákvörðun um að selja henni ekki áfengi á leiðinni. Þá dró hún upp rommflösku úr pússi sínu og fór að drekka úr henni. Þegar langt var komið niður í flöskuna óskaði áhöfnin eftir því við konuna að fá að geyma hana. Hún brást illa við þeirri málaleitan og sýndi áhöfninni ógnandi tilburði. Var þá tekin ákvörðun um að lenda vélinni á Íslandi.

Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart og fór hún á Keflavíkurflugvöll og handtók konuna. Var hún vistuð í fangaklefa. Hún hélt síðan áfram ferð sinni þegar hún var komin aftur til ráðs og rænu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024