Flugdólgur á áttræðisaldri
Farþega var í vikunni vísað frá borði í flugvél á Keflavíkurflugvelli, sem var á leið til Washington. Hann var ölvaður og með læti, svo starfsmaður í öryggisgæslu bað um aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum.
Farþeginn, kona á áttræðisaldri, vildi ekki kannast við að vera undir áhrifum áfengis, en áfengislykt lagði þó frá vitum hennar. Lögreglumenn fylgdu konunni niðir í töskusal til að hún gæti sótt farangur sinn. Á leiðinni kallaði hún lögreglumenn öllum illum nöfnum og virtist hafa gaman af. Hún var síðan sótt í flugstöðina.