Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flugdólgar handteknir á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 28. júlí 2007 kl. 10:57

Flugdólgar handteknir á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að fjarlægja tvo menn á fimmtugsaldri úr flugvél Icelandair síðdegis í gær vegna ölvunar. Mennirnir létu að sögn lögreglu ófriðlega og hafði annar þeirra danglað í farþega. Mennirnir gistu fangageymslu í nótt þar sem þeir fengu að sofa úr sér.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var ölvun mannanna mjög mikil. Vélin var á leið til Kaupmannahafnar en hún tafðist ekki sökum þessa. Mennirnir eru með erlent ríkissfang en höfðu dvalið hér á landi um nokkurt skeið. Annar þeirra fór úr landi í morgun en hinn er enn að sofa úr sér að sögn lögreglu

Frétt af www.visir.is



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024