Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugdólgapar handtekið
Laugardagur 18. janúar 2014 kl. 07:50

Flugdólgapar handtekið

Missætti mun hafa verið undirrót óláta parsins.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlent kærustupar vegna dólgsláta í flugvél sem lenti á Keflavíkurflugvelli. Flugstjórinn tók þá ákvörðun að parið færi ekki lengra með vélinni sem er í eigu AIR LINGUS. Konan hafði einkum haft sig í frammi, látið öllum illum látum, verið ógnandi og sagst vera með sprengju um borð. Hún var ölvuð og í uppnámi þegar lögreglumenn mættu á völlinn. Maðurinn var einnig undir áhrifum áfengis en sýnu rólegri. Missætti mun hafa verið undirrót ólátanna.

Fólkið var vistað á lögreglustöð meðan mesti móðurinn var að renna af því, en var síðan frjást ferða sinna, eftir skýrslutökur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024