Flugbátar í Keflavík
Nokkrir flugbátar hafa haft viðkomu í Keflavík á síðasta sólarhring til að taka eldsneyti á leið sinni yfir hafið.Flugbátarnir eru að koma af flugsýningu á Bretlandseyjum og eru á leið til Bandaríkjanna. Þegar við vorum við aðstöðu Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi voru þar tveir flugbátar. Annar, sá minni var smíðaður 1956 fyrir ítalska herinn. Sá stærri er svokallaður Albatros, smíðaður 1956 fyrir bandaríska herinn. Flugbátarnir tóku eldsneyti og fóru áhafnirnar á veitingahús í Keflavík áður en haldið var áfram til Bandaríkjanna.