Mánudagur 22. janúar 2024 kl. 11:02
Flugbann yfir Grindavík til föstudags
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tilkynnt að flugbann einkavéla og dróna yfir Grindavík er í gildi til kl. 18:00 föstudaginn 26. janúar 2024.
Þá er fjölmiðlum óheimilt að fara inn í Grindavík en fjölmiðlar fá að fara að útsýnisstað við Bláalónsveg þar sem sést til byggðarinnar í Grindavík.