Flugakademía Keilis bætir við kennsluvélum
Hefur nú 7 flugvélar og einn flughermi til umráða.
Vegna aukinna umsvifa hefur Flugakademía Keilis bætt við fjórðu Diamond DA20 kennsluflugvélinni og hefur skólinn nú alls sjö flugvélar til umráða, auk fullkomins flughermis frá Redbird.
Flugvélin hefur fengið einkennisstafina TF-KFG og er hún þriðja kennsluvélin sem bætist í flota Keilis frá því í sumar, en þá voru teknar í notkun TF-KFF og TF-KFX. Um er að ræða fullkomna Diamond DA20-C1 Eclipse vél sem er meðal annars búin Garmin 500 tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Vélin bætist við ört vaxandi kennsluflota Flugakademíu Keilis, en skólinn hefur nú yfir að ráða fjórum vélum af gerðinni DA20, tvær DA40 og eina DA42, sem er fullkomnasta kennsluvél á landinu.
Nánari upplýsingar um kennsluvélar Keilis má nálgast á heimasíðu skólans.