Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flug og söguseturs Reykjaness kynnt á næstunni
Mánudagur 14. apríl 2008 kl. 14:20

Flug og söguseturs Reykjaness kynnt á næstunni

Laugardaginn 19. apríl 2008, stendur Flug- og sögusetur Reykjaness ehf fyrir kynningu á félaginu í Bíósal Duushúsa. Félagar munu sýna áhugaverða muni og ljósmyndir frá starfseminni á Keflavíkurflugvelli.
 
Dagskráin hefst klukkan 14:00 en húsin eru opin til kl 17:00, ókeypis aðgangur.
Björk Guðjónsdóttir, alþingismaður og formaður félagsins, ávarpar gesti
Friðþór Eydal flytur erindi um sögu Vallarins og þá möguleika sem felast í miðlun hennar og varðveislu.
 
Sýningin verður opin líka á sunnudaginn 20. apríl frá klukkan 11 til 17.
 
Mikill og vaxandi áhugi er á þeirri sögu sem Keflavíkurflugvöllur geymir. Saga Vallarins er saga Varnaliðs og millilandaflugs en hún er einnig tengd fjölmörgum öðrum þáttum, s.s. þróun byggðar í nágrenninu, íbúum svæðisins, margvíslegum fyrirtækjum og starfsemi, félagastarfi, menningu og stjórnmálum
Mikilvægt er að varðveita söguna, byggingar, byggingarsvæði, hluti hverskonar, myndir, skjöl og afla munnlegra heimilda. Með það að markmiði að miðla til almennings þessari sérstæðu og mikilvægu sögu. Almenningur er hvattur til að huga að slíkum minjum í sínum fórum, en tekið er við minjum er tengjast þessari sögu.
 
Áhugahópur um varðveislu og miðlun sögu Keflavíkurflugvallar hefur verið starfandi í um áratug. Margar hugmyndir hafa komið fram um hvernig best verður staðið að málum varðandi uppbygginu safns um sögu Vallarins. Það er flókið og kostnaðarsamt að byggja upp og reka safn. Því skiptir miklu að slík stofnun hafi sterkt og fjölbreytt bakland, fjárhagslega, faglega og hafi virkan áhugahóp. Nú er starfandi stjórn fyrir safnið en eitt af mikilvægari verkefnum hennar er að afla hugmyndinni fylgis sem víðast. Dagskrá í Duushúsunum er fyrsti áfanginn í kynningarátaki hópsins. Þar geta áhugasamir skrifað sig á póstlista og hitt fulltrúa félagsins.
 
Stjórn Flug- og söguseturs Reykjaness ehf er skipuð:
 
Björk Guðjónsdóttir alþingismaður, formaður.
Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Hinrik Steinarsson flugvirki og áhugamaður um her- og flugsögu Íslands.
Tómas J. Knútsson áhugamaður um sögu Keflavíkurflugvallar.
Sævar Jóhannesson rannslögreglumaður og áhugamaður um her- og flugsögu Íslands.
 
Ráðgjafar stjórnar:
Guðmundur Pétursson ráðgjafi hjá IAV þjónusta.
Friðþór Eydal upplýsingarfulltrúi hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.
Einar P. Einarsson, áhugamaður um sögu Keflavíkurflugvallar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024