Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flug komið í gang að nýju - vél Icelandair hringsnerist í látunum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. janúar 2023 kl. 08:19

Flug komið í gang að nýju - vél Icelandair hringsnerist í látunum

Flug á Keflavíkurflugvelli er nú komið í eðlilegan farveg eftir óveðrið á sunnudag. Fyrstu flugvélarnar komu frá Bandaríkjunum og lentu í Keflavík í morgun og aðrar fóru frá Keflavík í morgun 

Í öllum látunum í gær snerist ein flugvél Icelandair í hálfhring þrátt fyrir að hún hafi verið fest niður samkvæmt venjulegum verklagsreglum. Engir farþegar voru í vélinni. Önnur vél Flugleiða hreyfðist úr stað og skemmdist þegar hún rakst á landgang. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þúsund farþegar sem sátu í flugvélum Icelandair komust loks allir í flugstöðina í gær en þeir síðustu komust í hús í gærkvöld, sumur búnir að vera fastir í flugvél í tólf tíma.