Flug í góðu standi
Enginn flugumferðarstjóri hefur tilkynnt veikindi í dag, en talsverðar tafir urðu á millilandaflugi í gær vegna þess að 15 flugumferðarstjórar í Reykjavík og Keflavík tilkynntu sig veika. Vegna yfirvinnubanns var ekki hægt að fullmanna vaktirnar. Í dag er hins vegar allt með eðlilegum hætti og fullmannað á vaktir. Ekki er hins vegar hægt að fullyrða að allir sem voru veikir um helgina hafi náð sér, því að sumir þeirra eiga frí á mánudegi eftir helgarvakt.