Flug féll niður
Flug Icelandair til Stokkhólms var fellt niður í morgun. Til stóð að vélin færi í loftið tíu mínútur fyrir átta í morgun, en hún fór hvergi.
Fjölmargir farþegar, sem sumir hverjir voru komnir í flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir klukkan sex í morgun, ráfuðu þar um í reiðileysi. Rútubílstjóri sem Ríkisútvarpið rætti við í morgun sagði að heldur hafi verið farið að þykkna í sumum, þar sem þeir fengu engar upplýsingar um stöðu mála frá Icelandair. Þeir sem ekki komu til flugstöðvarinnar á eigin bílum, munu hafa verið fluttir burtu í rútum á tíunda tímanum í morgun.
Fjölmargir farþegar, sem sumir hverjir voru komnir í flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir klukkan sex í morgun, ráfuðu þar um í reiðileysi. Rútubílstjóri sem Ríkisútvarpið rætti við í morgun sagði að heldur hafi verið farið að þykkna í sumum, þar sem þeir fengu engar upplýsingar um stöðu mála frá Icelandair. Þeir sem ekki komu til flugstöðvarinnar á eigin bílum, munu hafa verið fluttir burtu í rútum á tíunda tímanum í morgun.