„Flug“ er framlag Reykjanesbæjar
Verkið „Flug“ eftir Erling Jónsson, er framlag Reykjanesbæjar til Vindhátíðar sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hátíðinni lýkur nú um helginaErlingur Jónsson fæddist árið 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd, en hann ólst upp í Hafnarfirði. Erlingur útskrifaðist sem smíðakennari frá Kennaraskóla Íslands vorið 1955 og kenndi í Keflavík í nokkur ár. Erlingur var frumkvöðull að stofnun Baðstofunnar í Keflavík sem enn er starfrækt. Hin síðari ár hefur Erlingur verið við nám og störf í Noregi, og hefur getið sér þar gott orð sem kennari og listamaður. Hann hefur fengið mörg verkefni hjá opinberum aðilum, fyrirtækjum og einkaaðilum á Íslandi og í Noregi og unnið þar nokkrar samkeppnir sem efnt hefur verið til.