Flug á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar að hefjast
Flugfélag Íslands mun hefja innanlandsflug á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar á morgun, föstudaginn 24. febrúar. Flugið er fyrir farþega með öllum þeim flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll. Flogið verður allan ársins hring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann og tvisvar í viku yfir sumartímann. Flugið er eingöngu ætlað þeim farþegum sem eru á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar.
Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélagsins segir í viðtali við ferðavefinn Túrista að mikill áhugi sé á þessu nýja flugi, bæði hér á landi og ekki síður hjá erlendum ferðaskrifstofum og öðrum seljendum. „Þetta er langtímaverkefni og byrjunin lofar góður. Ef vel gengur þá munum við skoða hvaða möguleika við höfum í flugi til annarra áfangastaða á Íslandi frá Keflavíkurflugvelli,“ sagði Guðmundur í samtali við Túrista.