Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flug 666 lendir á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 7. júní 2005 kl. 15:11

Flug 666 lendir á Keflavíkurflugvelli

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag ásamt trommara sveitarinnar, Nicko McBrain, og 200 æstum aðdáendum hvaðanæva að úr heiminum. Flugnúmer vélarinnar vakti óskipta athygli en það var AEU 666 og vísar þar í eitt frægasta lag sveitarinnar „Number of the Beast.“
 
Dickinson, sem flýgur fyrir Iceland Express í hjáverkum, sagðist við komuna vera afar ánægður með að koma aftur og ferðin hafi líka verið skemmtileg. Þeir félagar héldu tónleika í Laugardalshöll árið 1992 en tónleikar kvöldsins fara fram í Egilshöll.

Sveitin hefur starfað óslitið í um aldarfjórðung en Dickinson sagði engin ellimerki á þeim félögum væri að sjá og lofaði góðum tónleikum.

VF-mynd/Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024