Flúðu með vorhátíð inn úr rigningunni
Vorhátíð Holtaskóla var færð inn í Reykjaneshöllina sökum veðurs en ekki eyðilagði það fyrir skemmtun unga fólksins. Eldri krakkarnir skelltu sér í brennó meðan þau yngri hlupu í skarðið.
Boðið var upp á andlitsmálningu fyrir yngstu krakkana og sjá mátti að langflest börnin höfðu nýtt sér það. Sjá mátti kisur og prinsessur laumast í hinum ýmsu leikjum. Dagskránni lauk svo með því að grillað var fyrir allan skarann.