Flúði lögreglu út um glugga á 2. hæð
Karlmaður á þrítugsaldri stökk út um glugga á annarri hæð til þess að sleppa úr haldi Lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Atvikið átti sér stað á gistihúsi í Reykjanesbæ en hann fór út um glugga á herbergi sem hann var vistaður í.
Karlmaðurinn, sem er 24 ára Singapúri, var í vörslu Lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum ungmennum sem voru stöðvuð með ólögleg skilríki fyrir rúmum tveimur vikum síðan.
Hann snéri sig á fæti er hann lenti á hellulögðu planinu fyrir neðan gistihúsið en lét það þó ekki aftra sér því hann hljóp undan lögreglunni í gegnum þó nokkra garða áður en honum var náð.
Sjónarvottum var brugðið þegar þeir sáu karlmanninn stökkva af annarri hæð hússins en hann lá óvígur í smá tíma áður en hann stóð upp og tók til fótanna.
VF-mynd: Atli Már