Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 29. júní 2003 kl. 13:03

Flúði af vettvangi eftir að hafa ekið á mann

Tæplega þrítugur Suðurnesjamaður ók á mann á Bústaðarvegi í gærkvöldi, en stakk af frá vettvangi, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Maðurinn náðist stuttu síðar í Hafnarfirði. Slysið átti sér stað laust fyrir miðnætti á móts við Grímsbæ en þá var ekið á mann um tvítugt. Hann hlaut innvortis meiðsl og var fluttur á gjörgæslu en að sögn lögreglu var hann ekki talinn í lífshættu. Fólk í nærliggjandi húsum varð vart við slysið en ökumaður ók af vettvangi. Gerðu sjónarvottarnir lögreglu viðvart og gáfu út lýsingu á bílnum. Handtók Hafnarfjarðarlögreglan manninn í sínu umdæmi en þá sagðist hann vera á heimleið á Suðurnes.
Að sögn varðstjóra hjá Reykjavíkurlögreglunni sem tók skýrslu af ökumanninum voru skýringar hans á því að hann skyldi tvítuga piltinn liggjandi í götunni „eitthvað í ódýrari kantinum“ eins og varðstjóri orðaði það.
Ökumaður er ekki grunaður um ölvun og var hann látinn laus að lokinni skýrslutökunni, sagði í fréttum Bylgjunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024