Flottustu húsin eru á Suðurnesjum
Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju hefur verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2000 fyrir byggingarlist. Það er skemmtilegt að segja frá að byggingar á Suðurnesjum hafa hlotið verðskuldaða athygli á síðustu árum en Bláa lónið fékk þessi verðlaun árið 1999 og Eldborg árið 1998.Valið í ár stóð á milli fimmtíu glæsilegra bygginga vítt og breytt um landið og er þetta því mikil viðurkenning fyrir þá sem stóðu að byggingu safnaðarheimilisins. Arkitektar hússins eru Elín Kjartansdóttir, Haraldur Haraldsson og Helga Benediktsdóttir.