Flóttamenn mótmæla í Reykjanesbæ
Flóttamenn héldu uppi mótmælum í dag vegna seinagangs yfirvalda. Sumir þeirra hafa dvalið á gistiheimilinu Fit í um átta mánuði og eru frá hinum ýmsu löndum eins og Afganistan, Albaníu, Alsír, Georgíu, Írak og Íran svo eitthvað sé nefnt.
Þeir héldu niður í bæ með mótmælaspjöld og vönduðu yfirvöldum ekki kveðjurnar.
„Það eru allir búnir að gleyma okkur! Við erum bara látnir dúsa þarna inn og bíða,“ sagði einn flóttamannanna og lýsti vist sinni við geðveikrahæli.