Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flóttamenn í Leifsstöð
Þriðjudagur 9. september 2008 kl. 09:53

Flóttamenn í Leifsstöð



Palestínsku flóttamennirnir frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak kom til Keflavíkurflugvallar laust fyrir miðnætti í gær. Fólkinu verður ekið rakleiðis til nýrra heimkynna þeirra á Akranesi. Í hópnum eru átta konur og 21 barn.




Í tilkynningu sem að Rauði krossinn sendi frá sér segir að íslensk stjórnvöld, Akranesbær og Rauði krossinn sjái um móttöku fjölskyldnanna. Fólkið muni taka þátt í sérstöku tólf mánaða aðlögunarverkefni sem feli meðal annars í sér að Akranesbær útvegi því húsnæði, félagslega ráðgjöf, íslenskunám og samfélagsfræðslu.





Börnin fái sérstakan stuðning í skólum og móðurmálskennslu.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson