Flott samfélagssýning í Garði - sjáið myndirnar!
Garðmenn geta verið ánægðir með samfélagssýningu sem þeir efndu til í íþróttamiðstöðinni í Garði um helgina. Þúsundir sóttu sýninguna þar sem um fimm tugir fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga sýndu það sem þau eru að fást við þessa dagana.
Í Garðinum er fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf og það kom vel í ljós á sýningunni sem stóð frá föstudegi til sunnudags.
Ljósmyndari Víkurfrétta kom við í íþróttahúsinu í Garði í gær og tók þá meðfylgjandi myndir.
Lionsfólk í Garði kynnti starfsemi Lionsklúbbsins Garðs.
Nesfiskur bauð upp á smakk á sjávarafurðum, t.d. rækju sem fyrirtækið framleiðir.
Það var litskrúðugur sýningarbás hjá Leikskólanum Gefnarborg.
Prjónakonur í Garði sátu og prjónuðu húfur, vettlinga og peysur, svo eitthvað sé nefnt.
Jónatan Ingimarsson sýndi seglasaum og notaðist við um 100 ára gamla saumavél.
Björgunarsveitarmennirnir Oddur Jónsson og Björn Bergmann Vilhjálmsson á bás Björgunarsveitarinnar Ægis.
Félagsstarfið í Auðarstofu sýndi afrakstur af sínu starfi.
Gallerý Ársól var með skemmtilegan leik. Hér er verið að draga út vinningshafa.
Séð yfir sýningarsvæðið í Íþróttamiðstöðinni í Garði.
SI raflagnir og verslun er stórt og myndarlegt fyrirtæki í Garði sem tók þátt í sýningunni.