Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flothetta í samstarf við Bláa lónið
Mánudagur 28. febrúar 2022 kl. 06:44

Flothetta í samstarf við Bláa lónið

Bláa lónið og fyrirtækið Flothetta hafa hafið samstarf um einstakar flotmeðferðir þar sem farið er djúpt inn í heim vatnsslökunar. Flotmeðferð er afurð fyrirtækisins Flothettu og er djúpslakandi upplifunarhönnun, þróuð út frá flotbúnaði Flothettu. Ferlið er úthugsað með það að leiðarljósi að þáttakendur upplifi djúpa slökun, vellíðan og endurnæringu. Sérstaða flotsins í Bláa lóninu byggist einnig á þeim virku efnum lónsins en kísill, þörungar og steinefnin í vatninu hámarka upplifunina með endurnærandi áhrifum. Umsjón verður í höndum viðurkenndra flotmeðferðaraðila sem allir hafa lokið námskeiði í umsjón flotmeðferða og uppfylla kröfur um þekkingu og öryggi í vatnsmeðferðarvinnu. Þess má geta að flotmeðferð Flothettu var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2020. 

Flotbúnaður Flothettu er hannaður af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, vöruhönnuði og frumkvöðli í vatnsmeðferðum hér á landi, og gengur hann undir nafninu Flothetta. Hugmyndafræði Flothettu er innblásið af áhuga Unnar Valdísar að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og í lækningaskyni. Flothettan kom fyrst á markað árið 2012 og frá þeim tíma hefur áhuginn á floti aukist og það fest sig í sessi hér á landi. Samstarfið við Bláa lónið er síðan framfaraskref, því enginn annar baðstaður býður upp á flotmeðferðir af sama metnaði og fagmennsku. Það má því segja að upplifunin sé einstök svo ekki sé talað um einstakt umhverfi og eiginleikar Bláa lóns vatnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Boðið verður upp á þrenns konar upplifanir í Bláa lóninu; einstaklingsflot, paraflot og hópaflot. Flotbúnaður Flothettu sér um að halda þátttakendum á floti á meðan meðferðaraðilinn veitir mjúka meðhöndlun og nudd á meðan flotið er. Flotmeðferð er djúpt og heilandi ferðalag þar sem gestir eru leiddir af mýkt og öryggi inn í kyrrð og eftirgjöf þyngdarleysis. Allt miðar þetta að því að næra og örva heilbrigt orkuflæði líkamans og losa út neikvæð áhrif streitu. Lögð er áhersla á algjöra endurnæringu í gegnum djúpt slökunarástand í þyngdarleysinu og að losa um alla spennu líkamans með mjúkum teygjum, togi og nuddi.

„Við erum mjög spennt og ánægð með samstarfið við Flothettu. Flotmeðferðum í Bláa lóninu hefur nú þegar verið sýndur mikill áhugi og eru þær einstök viðbót við þær meðferðir í vatni sem við bjóðum upp á í Bláa lóninu,“ segir Eyrún Sif Eggertsdóttir, forstöðumaður baðstaða og verslana hjá Bláa lóninu.