Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flotbryggjan verður staðsett í Keflavíkurhöfn
Föstudagur 14. maí 2021 kl. 10:06

Flotbryggjan verður staðsett í Keflavíkurhöfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti nýverið á fundi sínum að selja flotbryggju og landgang, ásamt tilheyrandi búnaði. Tildrög málsins eru þau að búnaðurinn stenst ekki álagið þegar verstu vetrarveðrin ganga yfir, svo hann nýttist einungis vor, sumar og haust.

„Vogasjóferðir ákváðu því að leita til Reykjaneshafna, sem geta veitt þeim aðstöðu sem er opin árið um kring. Þegar það lá fyrir varð að samkomulagi að Reykjaneshöfn keypti búnaðinn af Vogahöfn, og verður hann nú settur upp á skjólgóðum stað í Keflavíkurhöfn. Það er því fagnaðarefni fyrir Vogasjóferðir að fá nú aðstöðu fyrir starfsemi sína allt árið um kring,“ segir í pistli sem Ásgeir Eiríksson skrifar í fréttabréf sitt í Vogum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024