Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flotbryggja skemmdist í veðurham
Föstudagur 27. mars 2015 kl. 10:40

Flotbryggja skemmdist í veðurham

Í óveðrinu sem varð laugardaginn 14. mars sl. skemmdist landgangur annarrar flotbryggjunnar í Vogahöfn. Í veðurhamnum tókst landgangurinn á loft og endaði á hvolfi uppi á hafnarkantinum, og er talinn vera ónýtur.

Þar sem fáir bátar hafa nýtt flotbryggjurnar í höfninni undanfarin ár er gert ráð fyrir að einungis önnur flotbryggjan verði í notkun fyrst um sinn, eða þar til annað verði ákveðið, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu.

Grásleppuvertíðin er hafin og hér sunnanlands er gert ráð fyrir að veiðarnar hefjist fljótlega eftir páska. Vitað er um einn bát sem fer á grásleppuna úr Vogunum í vor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024