Flöskuþjófar í Garðinum
Flöskuþjófar sem voru á ferðinni í Garði í lok síðustu viku virðast hafa haft eitthvað upp úr krafsinu. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað á átta eða níu svörtum ruslapokum sem höfðu að geyma tómar gosflöskur. Þá kom annar íbúi úr sömu götu á lögreglustöð og tilkynnti þjófnað á tuttugu pokum, fullum af flöskum, sem hann hafði safnað saman aftan við hús sitt. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki.