Flórída-ástand í netkosningu Reykjanesbæjar
Hálfgert Flórída-ástand er á heimasíðu Reykjanesbæjar þegar kemur að netkosningu um það hvort viðkomandi hafi komið á Byggðasafn Suðurnesja.Þegar netverji Víkurfrétta kom inn á heimasíðu Reykjanesbæjar í morgun var staðan í kosningunni sú að 50% höfðu komið á Byggðasafnið og 50% höfðu ekki heimsótt þetta merka safn.
Netverji vildi að sjálfsögðu taka þátt í kosningunni og svaraði spurningunni. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að hægt var að kjósa aftur og aftur - líkt og á Flórída um árið - og auðvelt að breyta niðurstöðum kosningarinnar á afgerandi hátt. Eftir nokkur „klikk“ á kosningahnappinn var staðan orðin „mjög neikvæð“ fyrir byggðasafnið en þá var ekki um annað að ræða en að leiðrétta stöðuna og skila síðunni í jafnvægi, þ.e. 50% með og 50% á móti.
Vonandi að bæjaryfirvöld taki ekki niðurstöðu netkosningar alvarlega meðan kerfið virkar eins og í kosningum á flórída - hægt að kjósa aftur og aftur í sama málinu.
Heimasíða Reykjanesbæjar
Netverji vildi að sjálfsögðu taka þátt í kosningunni og svaraði spurningunni. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að hægt var að kjósa aftur og aftur - líkt og á Flórída um árið - og auðvelt að breyta niðurstöðum kosningarinnar á afgerandi hátt. Eftir nokkur „klikk“ á kosningahnappinn var staðan orðin „mjög neikvæð“ fyrir byggðasafnið en þá var ekki um annað að ræða en að leiðrétta stöðuna og skila síðunni í jafnvægi, þ.e. 50% með og 50% á móti.
Vonandi að bæjaryfirvöld taki ekki niðurstöðu netkosningar alvarlega meðan kerfið virkar eins og í kosningum á flórída - hægt að kjósa aftur og aftur í sama málinu.
Heimasíða Reykjanesbæjar