Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Flokkur fólksins sigurvegari krakkakosninga í Heiðarskóla
Föstudagur 1. október 2021 kl. 14:14

Flokkur fólksins sigurvegari krakkakosninga í Heiðarskóla

Flokkur fólksins var sigurvegari krakkakosninganna í Heiðarskóla, í öðru sæti var Sjálfstæðisflokkurinn og í þriðja sæti Framsóknarflokkurinn. Krakkakosningar fóru fram fimmtudaginn 23. september.

Krakkakosningar 2021 er samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV og eru haldnar í tengslum við kosningar til Alþingis.  Með krakkakosningum er börnum gefið tækifæri til að kynnast fyrirkomulagi almennra kosninga og láta í ljós skoðanir sínar, í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Krakkakosningar gefa einstakt tækifæri til að vekja áhuga og umræður í skólastarfi um hlutverk Alþingis og stjórnmálaflokka.

Kennarar sýndu nemendum kynningu frá hverju framboði, sem KrakkaRúv hafði tekið saman. Framboðin fóru þar yfir helstu áherslur sínar í málefnum barna í viðtali við fréttamann. Myndböndin má sjá inn á vefsvæðinu krakkaruv.is

Nemendur í Heiðarskóla gengu til kosninga síðastliðinn fimmtudag, eins og áður segir. Kosningarnar fóru afar vel fram, þar sem kosið var á ákveðnu svæði og gengið inn í kjörklefa.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25