Flokksval Samfylkingarinnar í fullum gangi
Klukkan 9.30 í morgun höfðu 850 manns kosið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Kosningu lýkur kl. 18.00 í dag. Eins og fram hefur komið berjast tveir fulltrúar um efsta sætið, Björgvin G. Sigurðsson og Oddný Harðardóttir.
Um netkosningu er að ræða sem hefur gengið vel fyrir sig. Farið er inn á vefsíðu flokksins, xs.is, og „Flokksval 2012“ valið. Þeir flokksmenn og skráðir stuðnigsmenn sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á fjórum kjörstöðum í Suðurkjördæmi í dag kl. 13.00-17.00. Í Reykjanesbær er kosið í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14.
Niðurstaða flokksvalsins er bindandi í 4 efstu sæti listans og paralistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja.
Nánari upplýsingar og aðstoð má finna xs.is og í síma 414-2207.