Flóabandalag og Grindvíkingar fella kjarasamning
Flóabandalagið, sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis á aðila að, hefur fellt kjarasamning sem gerður var milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur einnig fellt samninginn og sömu sögu er að segja af Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Verkalýðsfélag Sandgerðis samþykkti hins vegar samninginn.
Flóabandalagið (Efling, Hlíf og VSFK)
Já 46%
Nei 53%
Auðir og ógildir 1%
Samningurinn er felldur.
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Á kjörskrá 648, atkvæði greiddu 172 eða 26%
Já 29 eða 17%
Nei 136 eða 79%
Auðir 7
Samningurinn felldur.
Verslunarmannafélag Suðurnesja
Á kjörskrá voru 1.222. 139 greiddu atkvæði eða 11.37&
Já 44 eða 32%,
Nei 93 eða 67%
Auðir 2 eða 1%
Samningurinn felldur.
Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis
Á kjörskrá 360, atkvæði greiddu 107 eða 30%
Já 63 eða 59%
Nei 40 eða 37%
Auðir og ógildir 4 eða 4%
Samningurinn samþykktur.