Fljúgandi þak vekur athygli
Videomyndir Sölva Logasonar af fljúgandi húsþaki við Austurgötu í Keflaík hafa vakið athygli hér á vf.is. Frá því myndbandið var sett inn síðdegis í gær hefur myndskeiðið verið skoðað rétt um 8000 sinnum.
Mikill veðurofsi var á Suðurnesjum í gær og umtalsvert tjón varð í veðrinu um miðjan dag í gær. Veðrið gekk niður í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir tók hins vegar nýr blaðamaður okkar hér á Víkurfréttum, Sigurður Jónsson, á vettvangi fljúgandi þaksins við Austurgötu og Hafanargötu í Keflavík í gær.