Mánudagur 2. september 2002 kl. 13:34
Fljúgandi ófreskja í Keflavík!

Sannkölluð fjúgandi ófreskja lenti í Keflavík í hádeginu. Hér er á ferðinni Airbus A3ST flutningaflugvél. Vélin er hér á vegum Vallarvina en þar var litlar upplýsingar að hafa hvaðan vélin væri að koma eða hvert hún væri að fara.Vélin er mjög sérstök í útliti og vakti mikla athygli þegar hún flaug yfir bæinn í hádeginu til lendingar.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson