Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flikkað upp á kveðjuna í Garði
Miðvikudagur 8. júní 2005 kl. 17:06

Flikkað upp á kveðjuna í Garði

Nú má gera ráð fyrir því að fjör fari að færast í kosningabaráttu í ljósi þess að aðeins eru um 3 mánuðir til sveitarstjórnarkosninga. Framboð Framsóknar og Samfylkingar er tilbúið og verður það kynnt í félögunum á næstu dögum.

Ekki kom margt á óvart nema ef vera skyldi innkoma Reynis Valbergssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Reykjanesbæjar í baráttusæti listans. Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra leysir Kjartan Má Kjartansson, bæjarfulltrúa Framsóknar af hólmi en hann baðst undan því að vera í einu af toppsætunum sökum anna. Ýmis nöfn hafa heyrst á framboðinu en Sam-sókn er eitt þeirra. Kannski orð að sönnu og skýra sig sjálf.

Alla vega mun flokkurinn þurfa að sækja til að ná völdum af núverandi meirihluta sem fékk góða úttkomu í skoðanakönnun Tíðinda sem nú eru komin í eigu Halldórs Leví Björnssonar, en hann hefur áður starfað fyrir nokkra héraðsmiðla á Suðurnesjum eins og blaðið Reykjanes, Suðurnesjafréttir/Nýjan Miðil og lítillega fyrir Tíðindi áður en hann keypti blaðið af Grágás. Þótti ýmsum kaup hans á Tíðindum sem hafa lengi verið mikil „Ótíðindi” fyrir núverandi meirihluta koma á góðum tíma fyrir meirihlutann, nú rétt fyrir kosningar. Leví hefur undanfarið selt vínföng í félagi við forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Björk Guðjónsdóttur en hefur sem sagt hellt sér út í fjölmiðlunina aftur enda baktería sem erfitt er að  losna við eins og hann sagði einhvers staðar... 

Íhaldið eins?

Ekki er von á mikilli breytingu á röðun efstu manna á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir komandi kosningar. Hefur heyrst að jafnvel sjö efstu sætin verði skipuð sömu aðilum og fyrir síðustu kosningar en þá vann flokkurinn hreinan meirihluta í bæjarfélaginu. Það er algengt í íþróttum að breyta ekki sigurliði og kannski ekki óeðlilegt að íhaldið geri það nú enda margir á því að vel hafi verið staðið að málum í bænum á kjörtímabilinu.  

Velja bæjarstjórn ekki bæjarstjóra

Í grein sem Eysteinn Jónsson, annar maður á nýjum lista Framsóknar og Samfylkingar skrifar í VF í dag segir hann að verið sé að velja bæjarstjórn en ekki bæjarstjóra. Þar segir hann líka að hann sé fylgjandi því að sveitarfélagið ráði sér faglegan rekstrarmann til að reka sveitarfélagið frá degi til dags í stað stjórnmálamanns. Það er þá á hreinu að nýi Samsóknar-listinn mun ekki bjóða bæjarststjóraefni...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024