Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleygði fíkniefnum úr bifreið
Mánudagur 7. mars 2016 kl. 09:45

Fleygði fíkniefnum úr bifreið

Farþegi í bifreið kastaði fíkniefnum út úr henni þegar Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni hennar í vikunni. Ökumaðurinn hafði ekki virt stöðvunarskyldu og því gáfu lögreglumenn honum merki um að stöðva bifreiðina. Þá var farþegahurð bifreiðarinnar opnuð og poka með kannabisefnum kastað út. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Báðir mennirnir voru því handteknir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024