Flettiskilti tók snúning í rokinu
Risastórt flettiskilti á Fitjum fór að virka öðruvísi en vanalega í rokinu sem verið hefur í allan dag. Í stað þess að fletta auglýsingunum eins og það gerir vanalega fór skiltið sjálft að snúast um sjálft sig.
Vitni sagði skiltið hafa verið eins og heimsins stærsta hrossabrest. Menn óttuðust um tíma að skiltið myndi falla til jarðar.
Til að átta sig best á hvað var að gerast bendum við fólki á að skoða videomyndir af skiltinu sem er að finna í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á forsíðu vf.is
Vitni sagði skiltið hafa verið eins og heimsins stærsta hrossabrest. Menn óttuðust um tíma að skiltið myndi falla til jarðar.
Til að átta sig best á hvað var að gerast bendum við fólki á að skoða videomyndir af skiltinu sem er að finna í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á forsíðu vf.is