Flettiskilti sett upp á gatnamótum Hafnargötu og Vatnsnesvegar
Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að veita Sverri Sverrissyni leyfi til að setja upp flettiskilti framan á þakkant hússins að Hafnargötu 61 (SoHo og Eligans), samkvæmt uppdráttum frá Verkfræðistofu Suðurnesja.Ekki voru allir í umhverfis- og skipulagsráði með því að leyfa skiltið og meðfylgjandi bókun lögð fram: „Undirritaður getur ekki stutt ofangreinda tillögu þar sem flettiskilti á gatnamótum samræmist ekki hugmyndum mínum um æskilega umferðarmenningu. Þar sem þessi skiltaumsókn hefur tekið stórstígum framförum og umsækjandi hefur lagt sig fram um að gera tillöguna þolanlega frá því hún kom fyrst inn á borð nefndarinnar set ég mig ekki upp á móti henni, heldur sit hjá“. Undir þetta ritar Jón Ben.
Umsóknin var hins vegar samþykkt, enda núverandi tillaga í samræmi við reglugerð frá 30. 01 1998 um skilti fyrir Reykjanesbæ.
Umsóknin var hins vegar samþykkt, enda núverandi tillaga í samræmi við reglugerð frá 30. 01 1998 um skilti fyrir Reykjanesbæ.