FLESTIR ÚTSKRIFAST AF NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT
Fjölbrautaskóli Suðurnesja brautskráði 37 nemendur frá skólanum skömmu fyrir jól. Útskriftarnemarnir koma flestir úr Reykjanesbæ eða 27 en fjórir eru frá Sandgerði, þrír úr Garði, frá Grindavík koma tveir og einn kom um göngin ofan af Akranesi. Flestir útskrifast af náttúrufræðibraut eða átta, en sjö af sálfræðilínu félagsfræðibrautar og sami fjöldi af hagfræðibraut. Þá útskrifuðust fimm af málabraut og færri af 10 örðum brautum.Nokkrir nemendur hlutu viðurkenningar við útskriftina. Sparisjóðurinn í Keflavík veitti eftirtöldum nemendum viðurkenningar:Kamilla Ingibergsdóttir (hæsta einkunn), Vilhjálmur Skúlason (viðskiptagreinar), Hallvarður Þ. Jónsson (verknámsgreinar), Guðbjörg R. Jóhannesson (erlend tungumál), Pálmar Guðmundsson (samfélagsgreinar), Kristín Valgerður Jónsdóttir (stærðfræði og raungreinar) og Hanna María Kristjánsdóttir (íslenska).Fjölbrautaskóli Suðurnesja veitti eftirtöldum nemnendum viðurkenningar fyrir námsárangur:Kristín Valgerður Jónsdóttir (saga), Kamilla Ingibergsdóttir (franska, störf að félagsmálum NFS og viðurkenning frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku), Pálmar Guðmundsson (saga), Unnar Örn Unnarsson (viðurkenning frá þýska sendiráðinu fyrir árangur í þýsku), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (viðurkennig frá Máli og menningu fyrir góðan árangur í íslensku. Viðurkenning fyrir góðan árangur í heimsspeki), Vilhjálmur Skúlason (enska), Margrét Sæmundsdóttir (viðskipagreinar), Borghildur Ýr Þórðardóttir (fyrir mikinn dugnað í námi) og Marta Jónsdóttir (góðan árangur í heimsspeki).Við útskriftina léku tveir útskriftarnemar tónlist, þau Guðbjörg Jóhannesdóttir og Ingi Garðar Erlendsson.