Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flestir með fölsuð sænsk vegabréf
Sunnudagur 11. apríl 2010 kl. 12:43

Flestir með fölsuð sænsk vegabréf

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði 53 fölsuð/sviplík ferðaskilríki á árinu 2009, auk þess sem för 30 aðila var stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti. Helsta ferðaleið þeirra sem gerðu tilraun til þess að koma með ólögmætum hætti til landins komu frá Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Algengustu fölsuðu ferðaskilríkin voru sænsk vegabréf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil fjölgun varð í skjalafals á ferðaskilríkjum árið 2009 frá fyrra ári. Í ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að þessi brotaflokkur hefur að mestu leyti haldist í hendur við flug frá Íslandi til Kanada en það flug hefur staðið frá vori og fram á haust.


Þegar grunur vaknar um brot af þessu tagi er viðkomandi aðili tekinn til skoðunar á landamærum í samræmi við ákvæði útlendingalaga meðan á rannsókn málsins stendur.


Skilríkin eru send í rannsókn hjá skilríkjasérfræðingum lögreglu í flugstöðvardeild embættisins og rannsóknardeild yfirheyrir viðkomandi aðila og reynir að upply´sa hver viðkomandi raunverulega er, tilgang ferðar, tilurð skilríkjanna o.fl. Jafnframt er aflað upply´singa erlendis frá með aðstoð alþjóðadeildar Ríkislögreglustjórans og oft kemur í ljós að viðkomandi aðilar eru þekktir hælisleitendur í nágrannalöndum Íslands.


Mál sem varða fölsuð ferðaskilríki njóta forgangs þegar þau koma upp og yfirleitt tekst að ljúka rannsókn þeirra, ákæru- og dómsmeðferð á tæpri viku.