Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flensuvakt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Fimmtudagur 30. apríl 2009 kl. 14:22

Flensuvakt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja


Flensuvakt hefur verið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undanfarna daga. Hægt er að ná í vakthafandi hjúkrunarfræðing allan sólarhringinn í síma 422 0600. Hann leysir úr spurningum fólks og beinir því áfram ef ástæða er til, segir í tilkynningu frá stofnuninni.
 
Þá er búið að koma upp flensumóttöku á Keflavíkurflugvelli þar sem hjúkrunarfræðingur/læknir tekur við og ræðir við þá sem þurfa, tekur sýni og fleira. Opnunartímar móttökunar eru 0530-0800 og 1400-1800. Stefnt að því að hafa opið allan sólarhringinn frá og með helginni.
 
Í tilkynningu frá HSS segir að gera megi ráð ráð fyrir heimsfaraldri en afar fátt bendi til þess nú að um  óeðlilega mörg dauðsföll verði að ræða á Vesturlöndum. Lyf virki og séu til í landinu.
Meðgöngutími flensunnar er 1-2 dagar og fólk er smitandi í u.þ.b. sólarhring áður en það veikjast. Ef engra veikinda hefur orðið vart 7-10 daga frá mögulegu smiti þá má gera ráð fyrir að ekki sé um smit að ræða, segir í tilkynningunni.
 
HSS hvetur fólk til að hafa samband við flensumóttökuna við komu eða brottför ef með þarf, sérstaklega ef menn eru að koma frá þekktum smitsvæðum eins og  Mexico og Bandaríkjunum. Smit geti leynst víða.
 
Í tilkynningunni eru veitt eftirfarandi ráð gegn hugsanlegu smiti:

Forðastu fjölmenni
Haltu metersfjarlægð frá næsta manni ef unnt er, ekki síst ef hann er hóstandi.
Hafðu einnota þurrkur (tissue) á þér til að hósta í og snýta og fleygja í rusl.
Þvoðu þér rækilega um hendur oft, oft og helst eftir hverja þurrkunotkun
Notaðu handspritt
Kenndu börnunum og gerðu hreinlætið að leik!
Vertu heima ef þú ert lasin(n) – það er ekki hetjuskapur að fara veikur í vinnuna, það er heimska!

Helstu einkenni:
- hár hiti,
- öndunarfæraeinkenni,
- beinverkir
- hrollur
- höfuðverkur
- uppköst/niðurgangur
 
Hafðu símasamband við heilsugæslu ef með þarf. Forðastu að koma nema þú sért alvarlega veikur og þá eftir símtal. Miðað er við að sinna fólki sem mest í heimahúsum.
 
Skoðið einnig við hlekkina www.influensa.is þar eru margvíslegar upplýsingar sem eru uppfærðar daglega svo og á www.landlaeknir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024