Fleiri umferðar- og hegningarlagabrot í mars
Alls komu 368 umferðarlagabrot til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum í mars mánuði.
Aukningin nemur 110 brotum samanborið við fjölda þeirra í sama mánuði 2007.
Hegningarlagabrot jukust sömuleiðis á milli ára í mars, voru nú 83 talsins á móti 61 í fyrra. Fíkniefnabrotum fækkaði nokkuð, voru 13 nú en 25 í fyrra.
Þetta kemur fram í tölfræði frá embætti Ríkislögreglustjóra.