Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri sprungur innan bæjarmarkanna hafa opnast og nýjar jafnvel myndast
Sunnudagur 14. janúar 2024 kl. 13:00

Fleiri sprungur innan bæjarmarkanna hafa opnast og nýjar jafnvel myndast

Eldgosið við Hagafell hefur haldið sama styrk síðustu klukkustundina eða svo.

Jarðskjálftamælingar sýna að í upphafi umbrotanna leitaði kvikan til suðvesturs frá svæðinu norðan Sundhnúks og náði suður fyrir Hagafell, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðustu klukkutímana hefur jarðskjálftavirknin hins vegar verið stöðug sem bendir til þess að framrás kvikugangsins hafi stöðvast, en að hann hafi náð að bæjarmörkum Grindavíkur og jafnvel undir bæinn.

Klukkan rétt rúmlega tólf opnaðist ný gossprunga sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna, og hafði um kl.14 náð að götunni Efrahópi, rétt við húsið númer 16.

Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Kort sem sýnir staðsetning nýju sprungunnar sem opnaðist við bæjarmörkin. Sprungurnar tvær er merktar með rauðum strikum.