Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fleiri smit í Akurskóla
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 10:35

Fleiri smit í Akurskóla

Fjögur ný smit greindust í gærkvöldi og í morgun hjá nemendum í 7.–10. bekk Akurskóla í Reykjanesbæ. Þessir nemendur voru þegar í sóttkví. Samtals eru þá 7 smitaðir sem tengjast skólanum. Tveir kennarar og fimm nemendur.

Að sögn Sigurbjargar Róbertsdóttur, skólastjóra, var ákveðið til að gæta að sóttvörnum og vegna fjölda starfsmanna í sóttkví að fara strax alfarið yfir í heimanám með aðstoð hjá nemendum í 7. – 10. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Heimanámið verður út þessa viku, síðan tekur við vetrarfrí mánudag og þriðjudag hjá öllum nemendum. Þá ættu allir að vera búnir í skimun og skólastarf ætti að geta hafist með venjulegum hætti miðvikudaginn 21. október ef allt fer vel,“ sagði Sigurbjörg.