Fleiri skipakomur
Á aðalfundi Hafnasamlags Suðurnesja, sem haldinn var í lok maí, kom fram að skipakomur hafa aukist um 26% milli ára og urðu alls 122 árið 2000.
Vörumagn sem flutt var um hafnasamlagið var 102,532 þús. tonn, sem var 49% aukning frá árinu 1999. Sjávarafli sem barst að landi nam 69,758 þús. tonnum sem er 59% aukning frá fyrra ári. Ein nýframkvæmd var á árinu, þ.e. endurbætt lýsing í Garði.
Vörumagn sem flutt var um hafnasamlagið var 102,532 þús. tonn, sem var 49% aukning frá árinu 1999. Sjávarafli sem barst að landi nam 69,758 þús. tonnum sem er 59% aukning frá fyrra ári. Ein nýframkvæmd var á árinu, þ.e. endurbætt lýsing í Garði.